FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
Árbók Akurnesinga 2013


Út er komin hjá Uppheimum Árbók Akurnesinga 2013 í ritstjórn Sigurđar Sverrissonar. Ţetta er 13. árgangur bókarinnar, sem Uppheimar stofnuđu til áriđ 2001.

Árbók Akurnesinga er 203 síđur, innbundin.

Fastir ţćttir í Árbók Akurnesinga eru
ítarlegir og ríkulega myndskreyttir frétta- og íţróttaannálar. Í
bókinni eru viđtöl viđ Akurnesinga sem starfađ hafa erlendis. Ýmsar
frásagnir og myndaţćttir ásamt ćviágripum og myndum af Akurnesingum sem
jarđsungnir eru frá Akraneskirkju á ári hverju.


Hungureldur
eftir Erik Axl Sund

Á sama tíma og Jeanette Kihlberg rannsakar morđ á ungum innflytjendadrengjum í Stokkhólmi, grefst hún fyrir um afdrif hinnar dularfullu Victoriu Bergman sem heldur áfram ađ skjóta upp kollinum í störfum hennar. En Victoriu sjálfa virđist hvergi ađ finna. Eftir ţví sem atburđir úr fortíđinni skýrast kemur ţó betur og betur í ljós hvernig stendur á voveiflegum grimmdarverkum nútíđarinnar.

Hungureldur, miđhlutinn í mögnuđum metsöluţríleik Eriks Axl Sund um Victoriu Bergman, er djörf og ágeng frásögn um myrkustu afkima mannssálarinnar. Líkt og í fyrstu bók ţríleiksins, Krákustelpunni, er atburđarásin hröđ og endalokin sannarlega óvćnt.

Erik Axl Sund er höfundarnafn sem félagarnir Jerker Eriksson og Hĺkan Axlander Sundquist hafa tekiđ sér.


Ađ vera kona
eftir enska rithöfundinn Caitlin Moran í ţýđingu Önnu Margrétar Björnsdóttur. Bókin er 370 blađsíđur og gefin út í kilju.

Ţađ hefur aldrei veriđ betra ađ vera kona, ekki satt? Konur hafa kosningarétt og ađgengi ađ pillunni og jafnan rétt til menntunar. Ţó er eitt og annađ sem tónlistarblađakonan Caitlin Moran sér ástćđu til ađ fetta fingur út í og velta fyrir sér, oft međ sprenghlćgilegum hćtti. Hvers vegna eru uppi hávćrar kröfur um brasilískt vax? Hvers vegna finnst sumum femínistar vera fullkomlega óţolandi? Hvađ á mađur ađ kalla píkuna á sér? Og hvers vegna í ósköpunum verđa kvenmannsnćrbuxur sífellt efnisminni?

Samhliđa eigin ţroskasögu rekur Caitlin Moran eldfim baráttumál kvenréttindahreyfingarinnar. Ađ vera kona er sjálfsćvisögulegt varnarrit gallharđs femínista um allt frá strippbúllum til fóstureyđinga, frá kynlífshegđun til starfsframa. Bókin sló í gegn í heimalandinu Englandi og vakti mikiđ og ţarft umtal.Kallar hann mig, kallar hann ţig
eftir Sigrúnu Elíasdóttur.

Í bók sinni Kallar hann mig, kallar hann ţig fjallar sagnfrćđingurinn Sigrún Elíasdóttir um líf og störf afa síns, alţýđumannsins/torfhleđslumannsins Jóhannesar Arasonar frá Seljalandi í Gufudalssveit. Söguhetja bókarinnar fćddist í torfbć áriđ 1913 og lést á reykvískri sjúkrastofnun 96 árum síđar, áriđ 2009. Ćviskeiđ Jóhannesar spannar ţví einhverja mestu umbrotatíma Íslandssögunnar.

Sigrún byggir bók sína jöfnum höndum á eigin minningum og sviđsetningum úr ćsku afa síns. Úr verđur heillandi frásögn sem brúar biliđ á milli gamla og nýja tímans. Kallar hann mig, kallar hann ţig er dýrmćtur aldarfarsspegill nú á tímum aukinnar sjálfsskođunar okkar Íslendinga.

Borgfirđingurinn Sigrún Elíasdóttir fćddist áriđ 1978. Hún lauk MA-prófi í sagnfrćđi frá Háskóla Íslands. Kallar hann mig, kallar hann ţig er hennar fyrsta bók.Sem ég lá fyrir dauđanum

Sem ég lá fyrir dauđanum eftir bandaríska rithöfundinn William Faulkner í ţýđingu Rúnars Helga Vignissonar, sem einnig ritar eftirmála. Faulkner hlaut Nóbelsverđlaunin í bókmenntum áriđ 1949.

Addie Bundren liggur fyrir dauđanum í herbergi sínu. Fyrir utan gluggann hamast elsti sonur hennar viđ ađ smíđa kistu handa henni. Til ađ hefna sín á manni sínum hefur Addie tekiđ loforđ af honum um ađ fara međ sig til Jefferson, um 40 mílna leiđ, og jarđa sig í fjölskyldugrafreitnum ţegar hún gefur upp öndina.

Sem ég lá fyrir dauđanum er saga af örlagaríku ferđalagi fjölskyldunnar um sveitir Mississippi međ lík ćttmóđurinnar. Fjölskyldumeđlimir og ađrir sem ţau mćta á leiđinni skiptast á um ađ segja söguna. Úr verđur skáldsaga sem er afar óvenjuleg ađ gerđ og er í senn harmrćn og spaugileg. Hún hefur löngum veriđ talin međ merkustu skáldverkum 20. aldar.

William Faulkner (1897–1962) ţykir einn sérstćđasti og magnađasti höfundur sinnar tíđar. Hann bjó lengstum í smábćnum Oxford í Mississippi og lét eitt sinn svo um mćlt ađ honum mundi ekki endast ćvin til ađ gera ţeim skika heimsins skil í verkum sínum.Umskipti

Umskipti eftir kínverska rithöfundinn Mo Yan, sem hlaut Bókmenntaverđlaun Nóbels 2012. Böđvar Guđmundsson ţýddi úr ensku.

Í ţessari sögu persónugerir kínverski rithöfundurinn Mo Yan, sem hlaut Bókmenntaverđlaun Nóbels áriđ 2012, ţau miklu pólitísku og félagslegu umskipti sem orđiđ hafa í föđurlandi hans á síđustu áratugum. Bókin er nóvella, dulbúin sem sjálfsćvisaga, og ólík flestu ţví sem ritađ hefur veriđ um kínverska samtímasögu. Í Umskiptum birtist mynd af tímum breytinganna í Kína á seinni hluta 20. aldar frá nýjum sjónarhóli. Höfundurinn fćrir sig fram og aftur í tíma og einbeitir sér ađ daglegu lífi fólks. Í hnitmiđađri frásögn dregur Mo Yan ljóslifandi fram hver áhrif heimssögulegra viđburđa eru á hinn dćmigerđa ţegn – og ádeilan er aldrei langt undan.

Međ samruna fantasíu og raunsćis og sagnfrćđilegra og félagslegra viđmiđa  hefur Mo Yan skapađ sagnaheim sem í fjölbreytileika sínum kallast á viđ verk eftir William Faulkner og Gabriel García Márques. Jafnframt stendur hann traustum fótum í kínverskri bókmennta- og sagnahefđ.

Úr umsögn dómnefndar Bókmenntaverđlauna Nóbels.Ó- sögur um djöfulskap

Ó- sögur um djöfulskap eftir fćreyska rithöfundinn Carl Jóhan Jensen í ţýđingu Ingunnar Ásdísardóttur. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverđlauna Norđurlandaráđs 2006. Í tilefni af útgáfu bókarinnar mun höfundurinn dvelja á Íslandi 22.-25. nóvember. Soffía Auđur Birgisdóttir lýsir bókinni međ ţessum hćtti:

Hér kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda stórbrotiđ skáldverk sem á fáa sína líka í norrćnum samtímabókmenntum. Á nćstum ţúsund blađsíđum leikur höfundurinn sér ađ skáldsagnaforminu, virđir ađ vettugi fagurfrćđilegar reglur um einingu tíma og atburđarásar um leiđ og hann segir örlagasögu ţriggja kynslóđa af einstakri frásagnarlist og fáséđu valdi á stíl. Sögurnar í ţessari bók eru svo sannarlega djöfullegar;  ţćr lýsa persónum sem eru helteknar af ástríđum sínum og órum – og allt getur gerst.

Meginţráđur frásagnarinnar snýst um átök trúbođans Matthiasar – sem engist í ţjáningu trúleysis – og kaupmannsins Bćnadikts sem býr í hinni undarlegu Kjötbúđ ţar sem óhugnanlegir atburđir gerast og yfirnáttúrlegir kraftar virđast leika lausum hala. Í ţessu tímamótaverki fćreyskra bókmennta eru lög merkingar mörg og textinn úir og grúir af bókmenntalegum vísunum og táknmyndum.
 
Ó-sögur um djöfulskap er veisla fyrir bókmenntaunnendur og ţýđing Ingunnar Ásdísardóttur hlýtur ađ teljast listrćnt afrek.
Svipmyndir úr síldarbć II

Í ţessu verki tekur Örlygur Kristfinnsson upp ţráđinn frá fyrri bók međ sama nafni og bregđur upp sterkum og áhrifamiklum mannlífsmyndum frá Siglufirđi á liđinni öld. Fyrir ţá bók hlaut höfundur mikiđ lof, bćđi lesenda og gagnrýnenda.

Umfjöllunin er eins og áđur gaman og alvara í lífi almúgafólks. Ţrátt fyrir síldarćvintýri lifđi fólk viđ kröpp kjör og lífsháskinn var aldrei langt undan. Í krafti ţekkingar sinnar tekst höfundinum ađ draga fram skýra mynd af sögu og örlögum ţessa fólks. Siglufjörđur var trúlega stćrsta leiksviđiđ ţegar sjávarţorp landsins tóku ađ vaxa og dafna.

Hér stígur á sviđiđ  fjölbreyttur hópur: Ásta Júl og fjölskylda hennar, Stefanía í Brakkanum, Siggi Gísla og Alli King Kong. Jói á Nesi og íshúsliđiđ ásamt Sólveigu á síldarplaninu og Gunnu Finna settu svip á bćinn. Svartamaría og Grćnamaría koma líka viđ sögu ásamt löggćslumönnum og verkamönnum í víngarđinum. Andrés Ţorsteinsson og sonur hans Jóhann, gjarnan kenndur viđ samfesting, fóru sínar eigin leiđir og ţađ gerđi líka Helena frá Prag sem reyndi fyrir sér sem síldarstúlka á Siglufirđi. Og ekki má gleyma Kristfinni Guđjónssyni myndasmiđi.


Úr húsi afa míns

Úr húsi afa míns
er ţriđja og síđasta bókin í marglofuđum ţríleik Finnboga Hermannssonar um bernskubrek eftirstríđsáranna í Reykjavík. Sögumađur er ađ vaxa úr grasi. Á sama tíma er hiđ unga lýđveldi Íslands ađ slíta barnsskónum. Bćrinn Reykjavík er smám saman ađ verđa ađ borg, međ tilheyrandi vaxtarverkjum. Og nú stendur sögumađur á tímamótum ţví ađ framtíđin er farin ađ knýja dyra. Eftir ferminguna ţurfa ungir menn ađ marka lífi sínu farveg. Ţá er gott ađ eiga athvarf frá landsprófum og loftborum í sveitinni austur í Flóa, ţar sem enn eru stundađir fornir búskaparhćttir.

Líkt og í fyrri bókum sínum, Í húsi afa míns og Í fótspor afa míns, opnar Finnbogi Hermannsson lesendum sínum heillandi sýn inn í einhverja mestu umbrotatíma í sögu íslenskrar ţjóđar. Hér er lýst veröld sem var, af ţví hispursleysi sem lesendur Finnboga ţekkja og fádćma fróđleik um horfna tíma

Ein á enda jarđar
Í lok nóvember kemur út bókin Ein á enda jarđar eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Bókin býđst nú í forsölu á tilbođsverđi ţar sem sendingarkostnađur er innifalinn.

Ferđasaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suđurpólinn er í senn einstök afrekssaga og óvenjuleg ţroskasaga. Ekki einasta greinir hún frá ţrekvirki fyrsta Íslendingsins sem kemst einn síns liđs á kaldasta skika jarđar viđ hrikalegar ađstćđur, heldur hverfist hún ekki síđur um mikilvćgi ţess ađ hver manneskja lćri á veikleika sína, svo styrkleikar hennar fái notiđ sín til fulls.

Hér segir af ţví hvernig stelpa úr Vogahverfinu, sem ţrisvar sinnum var rekin úr skóla, fann ađ lokum hvađ hún gat eftir ađ hafa veriđ týnd og villt um árabil. Hér greinir frá mikilvćgi ţess ađ trúa ţví stađfastlega ađ allir menn hafi hćfileika. Og hér blasir viđ sú uppbyggilega lífssýn ađ jákvćđni, árćđni og hugrekki sé heilladrýgri en svartsýni, illmćlgi og afsakanir.

Vilborg Arna Gissurardóttir varđ ţjóđhetja eftir pólgöngu sína 2013. Ein á enda jarđar lýsir ţví óbilandi baráttuţreki sem ţarf til ađ draumar okkar rćtist.

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar söguna, en fyrri lífsbćkur hans hafa veriđ valdar bestu ćvisögur ársins af bóksölum og veriđ umtalađar metsölubćkur.

Bćkur 1 - 10 af 242. Síđa 1 af 25.
Fara á síđu
l 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS