FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
WEST FJORDS – a culinary journey

West Fjords – a culinary journey er ensk útgáfa bókarinnar Bođiđ vestur – veisluföng úr náttúru Vestfjarđa, sem kom út á sama tíma. Bókin eftir hjónin og matreiđslumeistarana Guđlaugu Jónsdóttur og Karl Kristján Ásgeirsson á Ísafirđi. Ljósmyndir í bókinni eru allar eftir Ágúst Atlason.
 
West Fjords – a culinary journey er í grunninn matreiđslubók en jafnframt svo miklu meira en ţađ. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuđum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta ađ ýmiss konar réttum ađ vestan úr ţví náttúrulega hráefni sem í bođi er á hverjum árstíma.
 
Ríkuleg náttúra, menning og saga Vestfjarđa skipar stóran sess í bókinni sem er hlađin glćsilegum ljósmyndum. Höfundar gera sér mat úr gömlum hefđum og siđum samhliđa ţví ađ kynna lesendum spennandi nýjungar úr eldhúsi samtímans.
 
West Fjords – a culinary journey er einstakt verk í flokki matreiđslubóka; virđing höfunda fyrir náttúru og mannlífi Vestfjarđa skilar sér vel í heillandi texta og ljósmyndum og fyrir allt áhugafólk um matreiđslu er hún kćrkomin og forvitnileg.
 
West Fjords – a culinary journey er vegleg bók, 260 blađsíđur og frágangur allur eins og best verđur á kosiđ. Hún  kom út samtímis á ţremur tungumálum; íslensku, ensku og ţýsku.

Katelin Parsons ţýđir bókina á ensku.

Hér vex enginn sítrónuviđur

eftir Gyrđi Elíasson.

Ný bók frá Gyrđi Elíassyni sćtir ávallt tíđindum í íslenskum bókmenntaheimi. Nú eru liđin rúm tvö ár síđan Gyrđir sendi síđast frá sér frumsamiđ verk, en áriđ 2009 komu ljóđasafniđ Nokkur almenn orđ um kulnun sólar og smásagnasafniđ Milli trjánna út samtímis. Eins og allir vita hlaut höfundurinn Bókmenntaverđlaun Norđurlandaráđs fyrir ţá síđarnefndu á síđasta ári.

Í ţessari nýju ljóđabók sinni fetar Gyrđir inn á áhugaverđar slóđir í skáldskap sínum međ meira afgerandi hćtti en fyrr. Ţađ er alltaf áskorun ađ fylgja Gyrđi Elíassyni inn í ţann sérstaka heim sem hann skapar í verkum sínum. Ljóđaheimur ţessarar bókar.


Skrifađ í stein, ljóđaúrval

eftir Kjell Espmark. Njörđur P. Njarđvík valdi og íslenskađi.

Kjell Espmark (f. 1930) er skáld og prófessor emeritus í bókmenntafrćđi viđ Háskólann í Stokkhólmi. Hann var kjörinn í sćnsku akademíuna 1981 og situr í Nóbelsnefndinni sem velur verđlaunahafann í bókmenntum ár hvert. Espmark er höfundur 38 bóka, jafnt skáldverka sem frćđirita. Hann hefur hlotiđ fjölda verđlauna fyrir skáldskap sinn, nú síđast Tomas Tranströmer-verđlaunin áriđ 2010. Sama ár kom út á íslensku ljóđabókin Vetrarbraut eftir Espmark í heild sinni og hlaut mikiđ lof. Njörđur P. Njarđvík var tilnefndur til Íslensku ţýđingaverđlaunanna fyrir ţýđingu sína á bókinni.


Leitin ađ upptökum Orinoco
eftir Ara Trausta Guđmundsson.

Í ţessari óvenjulegu ljóđabók býđur skáldiđ Ari Trausti Guđmundsson lesandanum í langferđ međ manni sem tíminn hefur smám saman molađ undan ţađ sem hann ţekkir best og er honum kćrast. Siglingu yfir hálfan heiminn til ađ láta ćvilangan draum rćtast: ađ leita upptaka fljótsins mikla – Orinoco.

Ara Trausta ţekkja allir landsmenn. Seinasta áratuginn hefur hann einbeitt sér ađ skáldskap og gefiđ út ljóđabćkur, smásögur og skáldsögur og getiđ sér gott orđ. Auk skáldverka liggja eftir Ara Trausta tugir frćđibóka á sviđi jarđfrćđi, náttúrufrćđi, útivistar o.fl. Ţess má geta ađ nýjar bćkur frá Ara verđa fjórar á ţessu ári, auk endurgerđar á tveggja ára.BOĐIĐ VESTUR

Bođiđ vestur – veisluföng úr náttúru Vestfjarđa, eftir hjónin og matreiđslumeistarana Guđlaugu Jónsdóttur og Karl Kristján Ásgeirsson á Ísafirđi. Ljósmyndir í bókinni eru allar eftir Ágúst Atlason.
 
Bođiđ vestur er í grunninn matreiđslubók en jafnframt svo miklu meira en ţađ. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir mánuđum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta ađ ýmiss konar réttum ađ vestan úr ţví náttúrulega hráefni sem í bođi er á hverjum árstíma.
 
Ríkuleg náttúra, menning og saga Vestfjarđa skipar stóran sess í bókinni sem er hlađin glćsilegum ljósmyndum. Höfundar gera sér mat úr gömlum hefđum og siđum samhliđa ţví ađ kynna lesendum spennandi nýjungar úr eldhúsi samtímans.
 
Bođiđ vestur er einstakt verk í flokki matreiđslubóka; virđing höfunda fyrir náttúru og mannlífi Vestfjarđa skilar sér vel í heillandi texta og ljósmyndum og fyrir allt áhugafólk um matreiđslu er hún kćrkomin og forvitnileg.
 
Bođiđ vestur er vegleg bók, 260 blađsíđur og frágangur allur eins og best verđur á kosiđ. Hún kom út samtímis á ţremur tungumálum; íslensku, ensku og ţýsku.BIRTAN ER BROTHĆTT – braghendur og hćkur
Ný bók eftir Njörđ P. Njarđvík

Föstudaginn 30. mars kemur út hjá Uppheimum bókin Birtan er brothćttbraghendur og hćkur eftir Njörđ P. Njarđvík.

Höfundinn
ţarf vart ađ kynna eftir tćprar hálfrar aldar höfundarferil og fjölda
ţýđinga, auk annarra starfa á sviđi bókmennta og frćđa.

Ţessari
bók, Birtan er brothćtt, er skipt í tvo meginhluta; braghendur og
hćkur. Í fyrri hlutanum glímir höfundur viđ ţennan rammíslenska
bragarhátt og sýnir okkur svo ekki verđur um villst ađ braghendan er til
margra hluta nytsamleg og á fullt erindi viđ samtímann. Heimspekilegar
hugleiđingar, náttúrlýsingar, grimm ţjóđfélagsádeila eđa grćskulaust
skop – allt rúmast ţetta prýđilega innan ţessa skemmtilega forms í
međförum Njarđar.

Í síđari hlut bókarinnar eru hćkur, ţetta forna
og rígneglda japanska form smáljóđa, sem lítiđ hefur veriđ notađ af
íslensku skáldum. Hćkum hefur frá upphafi veriđ ćtlađ ađ túlka
náttúrustemningar og ţćr sćkir Njörđur á ćskuslóđir sínar á Vestfjörđum.

Bókin er 124 síđur í nettu broti og henni fylgir hljóđbók međ lestri höfundar á bókinni.


Ađeins eitt líf
Sara Blćdel

Ađeins eitt líf eftir danska glćpasagnahöfundinn Söru Blćdel. Árni Óskarsson ţýđir bókina sem sú fjórđa um lögreglukonuna Louse Rick sem út kemur á íslensku. Bćkur Söru njóta ört vaxandi vinsćlda og ţessi bók mun t.d. koma út á Bandaríkjamarkađi síđar á árinu.

Dag einn í september finnur sportveiđimađur lík af stúlku í Holbćkfirđi. Kađli er brugđiđ um mitti hennar og á enda hans stór garđhella. Stúlkan er af erlendu ţjóđerni og strax kviknar sá grunur ađ um heiđursmorđ sé ađ rćđa. Louise Rick í Kaupmannahafnarlögreglunni er fengin til ađ ađstođa farandsveit lögreglunnar viđ rannsókn málsins. Louise reynir af öllum mćtti ađ láta ekki fordóma í samfélaginu trufla rannsóknina en máliđ flćkist enn frekar ţegar annađ morđ er framiđ. Vćntingar og draumar víkja ţegar árekstrar verđa á milli ólíkra menningarheima.


Snjókarlinn
Jo Nesbř

Fyrsti snjórinn er kominn. Jonas vaknar einn í húsinu um miđja nótt og finnur ekki móđur sína. Hann stígur í bleytu á gólfinu og sér ađ einhver hefur komiđ inn á skónum. Fyrir utan stofugluggann stendur einmanaleg vera: snjókarl bađađur fölu tunglsljósi. En hvers vegna horfir hann á húsiđ ţeirra? Og af hverju er hann međ trefilinn hennar mömmu um hálsinn?

Harry Hole hefur borist dularfullt bréf í pósti, undirritađ „Snjókarlinn“. Hann grunar ađ hvarf móđur Jonasar tengist ţessu bréfi á einhvern hátt og setur saman lítinn rannsóknarhóp. Viđ athugun á gömlum lögregluskýrslum kemur í ljós ađ furđumargar ungar mćđur, ýmist giftar eđa í sambúđ, hafa horfiđ á undanförnum árum. Allar um ţetta sama leyti; snemma vetrar. Ţegar fyrsti snjórinn fellur.

Jo Nesbř er heimskunnur fyrir bćkur sínar um norska rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole. Snjókarlinn er sú fimmta
ţeirra á íslensku. Ráđgert er ađ sagan verđi kvikmynduđ í leikstjórn Martins Scorsese.

Gerast félagi í Undirheimum bókaklúbbi


Englasmiđurinn
Camilla Läckberg

Á Hvaley fyrir utan Fjällbacka hverfur fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal skólahússins, ţar sem fjölskyldan býr, koma menn ađ dúkuđu veisluborđi. Ţar er líka yngsta dóttirin, hin ársgamla Ebba, en af öđrum fjölskyldumeđlimum finnst hvorki tangur né tetur ţrátt fyrir umfangsmikla leit.

Löngu síđar snýr Ebba aftur til Hvaleyjar međ manni sínum til ađ setjast ţar ađ. Ţau hjónin hafa nýveriđ misst ungan son og í tilraun til ađ vinna bug á sorginni ćtla ţau sér ađ gera gamla skólahúsiđ upp og opna gistiheimili – í húsinu ţar sem fađir hennar hafđi međ harđri hendi stýrt heimavistarskóla fyrir syni efnafólks. Ţau hafa vart hafist handa ţegar tilraun er gerđ til ađ brenna ţau inni. Í framhaldinu finnast gamlar leifar af blóđi ţegar gólfiđ í matsalnum er rifiđ upp – ţađ er engu líkara en óhugnađur fortíđarinnar hafi elt ţau uppi. Samhliđa rannsókn á íkveikjunni taka Patrik Hedström og félagar hans í lögreglunni ađ skođa ţetta gamla mál í von um ađ leysa ráđgátuna um hvarf foreldra og systkina Ebbu.

Englasmiđurinn er áttunda bók Camillu Läckberg međ ţau Ericu og Patrik í forgrunni.. Vinsćldir Camillu eru gífurlegar og hún var t.d. söluhćsti kvenrithöfundurinn í Evrópu áriđ 2010. Sama ár átti hún tvćr vinsćlustu kiljurnar í verslunum Eymundsson.

Gerast félagi í Undirheimum bókaklúbbi


STÍNA - LISTAVERKABÓK

Í bókinni er ađ finna yfirlit yfir myndlist og feril Kristínar Guđjónsdóttur (1966–2007).
Kristín var skúlptúristi og nam viđ Mynd­lista- og handíđaskóla Íslands og California Collage of Arts and Crafts.

Bókina
prýđa fjölmargar ljósmyndir af verk­um hennar og sýningum, auk texta um
myndlist hennar og ćvi, og frásagna sam­ferđamanna hennar í
Bandaríkjunum ţar sem hún bjó og starfađi frá 1991. Bókin er
vitnisburđur um styrk og hćfileika ţess­arar einbeittu listakonu sem
efldist međ hverri sýningu í átökum sínum viđ form­iđ og ţađ efni sem
hún valdi sér snemma: leir, málm og gler.

Hér kemur út vegleg listaverkabók, tćpar 200 bls. í stóru broti og ríkulega myndskreytt.
Allur
texti bókarinnar er á íslensku og ensku.

Höfundar texta í bókinni eru
Kristín Rósa Ár­manns­­dóttir, Jón Proppé, Ursula Goebels-Ellis,
Clifford Rainey, Mary Bayard White og Kristín Guđjónsdóttir.Bćkur 61 - 70 af 242. Síđa 7 af 25.
Fara á síđu
l 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS