FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
Fréttir
Saga Akraness er komin út! 20. maí 2011
Ţann 19. maí sl. var haldin útgáfuhátíđ í Bókasafninu á Akranesi í tilefni af útgáfu á fyrstu tveimur bindum af Sögu Akraness eftir Gunnlaug Haraldsson. Útgefandi er bókaforlagiđ Uppheimar á Akranesi. Bćjarbúar fjölmenntu á samkomuna ţar sem Árni Múli Jónasson bćjarstjóri tók viđ fyrstu eintökunum úr hendi Kristjáns Kristjánssonar útgefanda. Árni Múli sagđist fagna útkomu verksins, ţađ vćri mikill fróđleiksbrunnur sem ćtti alls ekki ađ byrgja og sérstaklega ćtti ađ leyfa börnunum ađ ađ detta ofan í hann! Ađ loknum stuttum ávörpum Jóns Gunnlaugssonar formanns ritnefndar um Sögu Akraness og Sveins Kristinssonar forseta bćjarstjórnar var fulltrúum stofnana og skóla á Akranesi afhent eintök ađ gjöf.

Bindin tvö eru samtals 1.100 síđur í stóru broti og prýdd fjölda mynda og korta.

Fyrsta bindiđ spannar tímabiliđ frá landnámstíđ til 1700. Sögusviđiđ er landnám Ketils og Ţormóđs Bresasona. Sérstaklega ber ađ nefna fyrsta kafla verksins, Örnefni og búsetuminjar í landnámi Bresason, en ţar er svćđinu frá Katanesi og út á Skaga, allt norđurfyrir ađ Stóru-Fellsöxl lýst. Ţúsundum örnefna og upplýsingum um búsetuminjar er ţar haldiđ til haga fyrir komandi kynslóđir.

Átjándu öldinni eru gerđ skil í öđru bindinu. Uppbygging sjávarútvegsins og sjósókn Akurnesinga myndar ţar ákveđna ţungamiđju, enda lykilinn ađ ţróun byggđar og mannlífs. Bindiđ í heild geymir yfirgripsmikla og ţaulunna lýsingu á samfélagi bćnda og sjómanna á átakatímum ţegar Akranes byggđist upp.


Myndir teknar af Friđjófi Helgasyni:Kristján Kristjánsson, útgefandi í Uppheimum (t.v.), afhendir Árna Múla, bćjarstjóra Akraness, fyrstu eintök Sögu Akraness.
Gunnlaugur Haraldsson, höfundur Sögu Akraness.

Til baka

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS