FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
Fréttir
HVERNIG ÉG KYNNTIST FISKUNUM 5. október 2011
Eftir Ota Pavel í ţýđingu Gyrđis Elíassonar
 
Ţann 7. október 2011 kemur út bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel
 
Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska rithöfundinn Ota Pavel (1930–1973) er rómađ safn samtengdra frásagna sem byggja á bernskuminningum höfundar. Verkiđ leikur á mörkum skáldsagna- og smásagnagerđar og lýsir međ ljúfsárum hćtti veröld sem var í sveitahéruđum Tékkóslóvakíu, áđur en síđari heimsstyrjöldin skall á og landiđ var hernumiđ af Ţjóđverjum.
 
Hér segir af ćvintýralegum veiđiferđum Poppers sölufulltrúa og Proseks ferjumanns, af vatnakörfum sem fóđrađir eru á maltkorni og dádýrshjörtum sem ruggađ er í barnavögnum. En ţegar stríđiđ brýst út, eru fađir og brćđur hins unga sögumanns sendir í fangabúđir Ţjóđverja. Og ţá stendur upp á hann einan ađ fćra björg í bú.
 
OTA PAVEL
Ota Pavel fćddist 2. júlí 1930 í Prag. Ćttarnafn hans var Popper, en hann tók sér nafniđ Pavel ţegar hann hóf ađ birta ritsmíđar sínar. Fađir hans var farandsölumađur, og Ota ólst upp ásamt foreldrum sínum og tveimur brćđrum í Kladnohérađi í Tékkóslóvakíu. Ţegar hann var fjórtán ára voru fađir hans og brćđur sendir í fangabúđir Ţjóđverja. Ota varđ einn eftir hjá móđur sinni og vann í kolanámu til ađ sjá fyrir ţeim.
 
Eftir stríđiđ stundađi Pavel framhaldsnám í Prag. Frá 1949-56 (ađ undanskildum tveimur árum ţegar hann gegndi herskyldu) vann hann fyrir útvarpiđ í Prag sem íţróttafréttaritari. Á ţessu tímabili starfađi hann einnig á íţróttatímaritinu Leikvangurinn, ţar sem fyrstu skrif hans birtust áriđ 1949. Sem íţróttafréttamađur ferđađist Pavel víđa utan Tékkóslóvakíu
snemma á sjöunda áratugnum. Hann fylgdi hinu sögufrćga Duklaknattspyrnuliđi á ferđ ţess um Bandaríkin, og hann sendi heim fregnir af íţróttaviđburđum frá Sovétríkjunum, Frakklandi, Austurríki, Júgóslavíu, Sviss og Ítalíu ađ auki.
 
Í ársbyrjun 1964 fylgdi Pavel tékkneska ólympíulandsliđinu til Innsbruck, ţar sem hann fékk alvarlegt taugaáfall. Í febrúar ţađ sama ár var hann greindur međ geđhvarfasýki og var á nćstu árum hvađ eftir annađ langdvölum á spítölum. Pavel náđi aldrei fyrri heilsu upp frá ţessu. Áriđ 1966 hćtti hann störfum sem íţróttafréttaritari og lifđi eftir ţađ á sjúkrabótum. Síđustu ćviárin, ţegar líđan hans var betri inn á milli, einbeitti hann sér ađ ritstörfum. Pavel lést á geđsjúkrahúsi ţann 31. mars 1973, ađeins
43 ára ađ aldri. Ýmislegt benti til ţess ađ hann hefđi flýtt fyrir dauđa sínum, en ţađ fékkst ekki stađfest. Hann hvílir í gyđingagrafreitnum í Prag.
 
GYRĐIR ELÍASSON
Hvernig ég kynntist fiskunum er önnur bókin sem kemur út á árinu í ţýđingu Gyrđis Elíassonar og átjánda bókin sem kemur út í ţýđingu hans.

Til baka

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS