FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
Fréttir
BÓKAMESSA Í BÓKMENNTABORG 9. nóvember 2011

Glóđheitar bćkur og fjölbreytt dagskrá í Ráđhúsi Reykjavíkur og Iđnó 12. og 13. nóvember

Helgina 12. – 13. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráđhúsi Reykjavíkur og Iđnó. Í fyrsta sinn er haldin glćsileg bókamessa hérlendis ţar sem íslenskir útgefendur kynna nýja titla sem koma út nú fyrir jólin. Um leiđ verđur fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri í Iđnó báđa dagana, bćđi í stóra og litla sal. Einnig verđur dagskrá í kaffihúsi Ráđhússins, Öndinni, og sögubíll Borgarbókasafnsins, Ćringi, verđur á svćđinu.

Međal dagskráratriđa í Iđnó má nefna „Grćna sófann“, en ţar fá ýmsir umsjónarmenn, svo sem Egill Helgason, Jórunn Sigurđardóttir og Druslubókadömurnar Kristín Svava Tómasdóttir, Salka Guđmundsdóttir og Hildur Knútsdóttir, til sín góđa gesti og spjalla um ólíkar bćkur. Sigurlaug M. Jónasdóttir kynnir matgćđinga og matreiđslubćkur, Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfrćđingur rćđir viđ höfunda ćvisagna sem byggja á rituđum heimildum og Jón Proppé listheimspekingur fer yfir íslenska listasögu á 50 mínútum. Leynifélagskonurnar Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Ţórhallsdóttir sjá síđan um metnađarfulla dagskrá fyrir börn.

Ađ auki verđur bođiđ upp á upplestur, jóga fyrir börn, barnanudd og föndursmiđju, ađ ógleymdri vísindastund međ Ćvari vísindamanni. Áhugafólki um stjörnuspeki gefst kostur á ađ hitta Gunnlaug Guđmundsson stjörnuspeking, Kristín Tómasdóttir svarar spurningum stelpna frá A – Ö og svo mćtti lengja telja. Kaffiveitingar verđa á bođstólum í Iđnó og á Öndinni og gestir geta ţví átt notalega stund um leiđ og ţeir kynna sér bókaútgáfu ársins í ţessum tveimur byggingum viđ Tjörnina.

Nánari upplýsingar um messuna má sjá á vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, www.bokmenntaborgin.is og ţar er einnig hćgt ađ nálgast ítarlega dagskrá.

Um leiđ vekur Félag íslenskra bókaútgefenda athygli á Bókatíđindum sem dreift verđur inn á öll heimili landsins ţessa dagana.
Til baka

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS