|
 |
|
 |
Tvær nýjar ljóðabækur í sumargjöf |
23. apríl 2008 |
|
Í viku bókarinnar koma út tvær nýjar ljóðabækur hjá Uppheimum - nánar tilekið á morgun sumardaginn fyrsta. Þær eru Borgarlínur eftir Ara Trausta Guðmundsson og Flautuleikur álengdar ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar.
BORGARLÍNUR eftir Ara Trausta Guðmundsson. Ari Trausti Guðmundsson hefur á undanförnum árum látið að sér kveða sem ljóðskáld og sagnahöfundur svo eftir hefur verið tekið. Í þessari þriðju ljóðabók höfundar er það heimshornaflakkarinn sem hefur orðið og miðlar lesendum af upplifun sinni í fjölmörgum borgum – allt frá Osló og Auckland til Ulaanbaatar. Með því að varpa upp lifandi myndum sem veita lesandanum innsýn í ólík lífskjör fólks sýnir Ari Trausti fram á að „hjörtum mannanna svipar saman“, hversu ólíkar sem aðstæður kunna annars að vera.
FLAUTULEIKUR ÁLENGDAR – ljóðaþýðingar eftir Gyrði Elíasson. Flautuleikur álengdar er safn þýddra ljóða eftir samtímahöfunda frá Evrópu og Norður Ameríku. Mörg þessara skálda eru þekkt og viðurkennd, bæði í heimalöndum sínum og utan þeirra, en fæst þeirra hafa þó verið þýdd á íslensku áður. Af þeim sem eiga ljóð í safninu má nefna Michael Ondaatje og Anne Carson frá Kanda, Kenneth Rexroth, Bill Holm og Annie Dillard frá Bandaríkjunum, Norman MacCaig, Patrick Kavanagh og R. S. Thomas frá Bretlandseyjum, Tékkann Jirí Wolker og utan af jaðri Evrópu hljómar rödd hins tyrkneska Nazims Hikmet. Gyrðir Elíasson er ekki aðeins meðal virtustu skálda og rithöfunda landsins heldur er hann einnig mikilvirkur þýðandi vandaðra bókmennta. Með þessu ljóðasafni opnar hann dyr að ljóðheimi margra afburðaskálda með þeim hætti sem honum einum er lagið. Útgáfa þessarar bókar markar tuttugu og fimm ára rithöfundarafmæli Gyrðis, en hans fyrsta bók kom út árið 1983.
|
|
 |
Til baka |
 |
|
|
|
 |
 |
 |
|  Hungureldur | |
|  Krákustelpan | |
|  Leðurblakan | |
|  Dauðaengillinn | |
|  Stúdíóið | |
|  DREKINN | |
|
|
 |
|
|
|
 |
 |
|
|