FYRIRTĆKIĐ FYRIRSPURN VEFVERSLUN SKOĐA KÖRFU
FORSÍĐA
FRÉTTIR
BĆKUR
UNDIRHEIMAR
ÁRBÓK AKURNESINGA
FOREIGN RIGHTS
Fréttir
Sandárbókin heillar! 27. nóvember 2007
Gyrđir Elíasson: Sandárbókin

„Í nýjustu skáldsögu Gyrđis Elíassonar, Sandárbókinni, gerast engir stóratburđir. Ţar segir fullorđinn listmálari frá nokkrum mánuđum í lífi sínu. Hann hefur sest ađ í tveimur aflóga hjólhýsum, annađ ţjónar sem vinnustofa, en í hinu býr hann sér heimili. Hjólhýsin standa í hjólhýsahverfi innan um ný og glćsileg hjólhýsi annarra gesta. Málarinn er ţannig ekki einn en hann er engu ađ síđur meira en lítiđ einmana og í litlum tengslum viđ ađra dvalargesti. Hann tekur engan ţátt í ţeirri sumarbústađamenningu sem ríkir í hverfinu, grillar ekki, fćr ekki vini í heimsókn. Ţađ er ekki alveg ljóst hvers vegna málarinn er staddur í hjólhýsunum, en ţó er ljóst ađ hann hefur snúiđ baki viđ fyrra lífi. Hann málar ekki lengur til ađ selja myndir, heldur til ađ fullnćgja innri ţörf. Hann er ekki einmana vegna ţess ađ hann forđist félagskap annarra heldur vegna ţess ađ á milli hans og fólksins í kringum hann er bil sem hann getur ekki brúađ.

Í sögunni er sagt frá ferđum málarans um skóg í nágrenninu til ađ mála ţar myndir, ýmist međ olíu eđa vatnslitum, hann reynir líka fyrir sér viđ veiđar í ánni međ litlum árangri og rekst öđru hvoru á ferđum sínum á dularfulla konu sem hugleiđir í skógarrjóđrum og syndir nakin í hyljum. Undirtitill sögunnar er „pastoralsónata“. Ţessi undirtitill gefur til kynna sveitasćlu og fullkomiđ samrćmi manns og náttúru. Vissulega eru kaflar í bókinni sem uppfylla ţessa mynd sveitasćlunnar, en hér er ekki allt sem sýnist. Ađalpersóna sögunnar nćr aldrei ţeim samhljómi viđ náttúruna sem einkennir hjarđljóđ eđa pastoral skáldskap, ţrá hans eftir samneyti viđ annađ fólk kemur í veg fyrir ţetta, enda fćrir dvölin í úti í náttúrunni honum ekki frelsi eđa hugarró heldur í mesta lagi gálgafrest.

Myndir málarans eru hefđbundnar og hlutbundnar, ólíkt ţeim myndum sem hann segist hafa málađ áđur. Hann málar alltaf međ fíngerđustu penslunum og einbeitir sér ađ ţví ađ ná hárfínum blćbrigđum í lit og blć laufanna á trjánum sem hann málar. Stíll Gyrđis í ţessari bók er af sama tagi, lýsingin á málaranum er fíngerđ og blćbrigđarík. Undir niđri býr mikil spenna en hún losnar aldrei úr lćđingi. Samband málarans viđ börnin sín er erfitt, en hann forđast ađ fara nánar út í ţá sálma eđa kafa djúpt í vandamálin, jafnvel ţegar hann mćtir syni sínum augliti til auglitis og skilyrđi skapast til uppgjörs rennur ţađ út í sandinn.

Í ţessari bók fćst Gyrđir viđ minni og tilfinningar sem hafa birst áđur í bókum hans, en vefurinn hér er fíngerđari en nokkru sinni fyrr. Ef mađur les Sandárbókina í samhengi viđ fyrri prósaverk Gyrđis kemur í ljós ađ hér eru á ferđ svipuđ tákn og birtast allt frá fyrstu sögum hans, ţađ sama á viđ um náttúruskynjunina og húmorinn sem er svo fíngerđur ađ mörgum lesendum yfirsést hann. En tök Gyrđis á forminu verđa sífellt fullkomnari, ţótt ţessi saga geti virkađ yfirlćtislaus og einföld á yfirborđinu er ţađ fjarri lagi, undir kraumar mikil harmsaga af einsemd og fórn listamanns – og engin trygging fyrir ţví ađ sú fórn skili honum ţeim ávöxtum sem hann sóttist eftir.


Sandárbókin fćr fjórar stjörnur

Til baka

Hungureldur

Krákustelpan

Leđurblakan

Dauđaengillinn

Stúdíóiđ

DREKINN
UPPHEIMAR I VESTURGÖTU 45 I 300 AKRANES I SÍMI 511 2450, NETFANG: UPPHEIMAR (hjá) UPPHEIMAR.IS