|
 |
|
Krákustelpan
 eftir Erik Axl Sund
Skáldsagan Krákustelpan, er fyrsta bókin í þríleiknum um Victoriu Bergman, sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn síðustu misseri. Erik Axl Sund er höfundarnafn sem sænsku félagarnir Jerker Eriksson og Håkan Alexander Sundquist hafa tekið sér. Sigurður Þór Salvarsson þýddi bókina, sem er 432 blaðsíður og gefin út í kilju. Á bókarkápu segir:
Sálfræðingurinn Sofia Zetterlund er með tvo óvenjulega skjólstæðinga. Annar er barnahermaður frá Sierra Leone og hinn er Victoria Bergman. Bæði sýna merki um klofinn persónuleika.
Í miðborg Stokkhólms finnst lík óþekkts drengs af erlendum uppruna. Við rannsókn lögreglunnar stendur Jeanette Kihlberg frammi fyrir sömu spurningu og Sofia Zetterlund: Hvenær hefur manneskjan mátt þola svo mikið að hún breytist í andhverfu sína?
„Krákustelpan er sálfræðikrimmi sem sker sig rækilega úr á sívaxandi glæpasagnamarkaði. Bókin kemur lesandanum hvað eftir annað í opna skjöldu með óvæntri framvindu og hremmingum sem persónur rata í, um leið og hún vekur óhug yfir því hvaða afleiðingar það getur haft að svívirða sakleysi bernskunnar.“
Helsingør Dagblad
|
Höfundur: Erik Axl Sund |
Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson |
Útgáfuár: 2013 |
Band: Kilja |
|
|
|
|
|
|
|
 |
 |
 |
|  Hungureldur | |
|  Krákustelpan | |
|  Leðurblakan | |
|  Dauðaengillinn | |
|  Stúdíóið | |
|  DREKINN | |
|
|
 |
|
|
|
 |
 |
|
|